Joe Biden, for­seti Banda­ríkjanna og Xi Jin­ping, for­seti Kína og aðal­ritari kín­verska kommún­ista­flokksins, munu funda á mánu­dag í fyrsta sinn síðan Biden tók við em­bætti for­seta.

Mark­mið fundar leið­toganna er að bæta sam­band stór­veldanna tveggja, en Kína stöðvaði öll sam­skipti við Banda­ríkin eftir að Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, heim­sótti Taí­­van. Kína lítur á Taí­van sem yfir­ráða­svæði sitt og vakti heim­sóknin mikla reiði þar í landi.

Einnig má búast við að leið­togarnir ræði inn­rás Rússa í Úkraínu. Banda­ríkin hafa á­vallt stutt Úkraínu­menn með vopnum og tölu­verðu fjár­magni, en Kína hefur ekki opin­berað af­stöðu sína.