Joe Biden, forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseti Kína og aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, munu funda á mánudag í fyrsta sinn síðan Biden tók við embætti forseta.
Markmið fundar leiðtoganna er að bæta samband stórveldanna tveggja, en Kína stöðvaði öll samskipti við Bandaríkin eftir að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, heimsótti Taívan. Kína lítur á Taívan sem yfirráðasvæði sitt og vakti heimsóknin mikla reiði þar í landi.
Einnig má búast við að leiðtogarnir ræði innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkin hafa ávallt stutt Úkraínumenn með vopnum og töluverðu fjármagni, en Kína hefur ekki opinberað afstöðu sína.