Joe Biden forseti tilkynnti í gær að hann muni náða alla þá sem dæmdir voru fyrir vörslu á neysluskömmtum maríjúana fyrir alríkisdómstólum. Forsetinn hvatti ríkisstjóra til að grípa til sambærilegra aðgerða vegna vörslu á neysluskömmtum.

„Að senda fólk í fangelsi fyrir að eiga marijúana hefur skaðað líf og margra og fólk hefur verið fangelsað fyrir hegðun sem mörg ríki banna ekki lengur,“ segir Biden í yfirlýsingu.

Forsetinn bætti við að reglugerðir sem draga úr sölu til ólögráða barna ættu ekki að breytast en að ríki ættu að fylgja forystu stjórnvalda þar sem mikill meirihluti fólks sem er fangelsaður fyrir vörslu neysluskammta marijúana í Bandaríkjunum var dæmt fyrir dómstólum einstakra ríkja.