Donald Trump, sitjandi Banda­ríkja­for­seti, greindi frá því í gær að hann myndi binda enda á ferða­bannið sem sett var á Evrópu­lönd og á­kveðin lönd til að tak­marka út­breiðslu CO­VID-19. Þetta kom fram í yfir­lýsingu for­setans í gær­kvöldi en Biden er sagður mótfallinn því að banninu verði aflétt.

Bannið nær til ferða­langa frá Evrópu og Brasilíu, sem ekki eru ríkis­borgarar í Banda­ríkjunum, en frá og með 26. janúar mun Sótt­varna­mið­stöð Banda­ríkjanna, CDC, gera kröfu um að allir þeir sem koma til Banda­ríkjanna þurfi að sýna fram á nei­kvætt CO­VID-19 próf áður en þeir halda til landsins.

Í ljósi þessa sagði Trump að honum hafi verið ráð­lagt af heil­brigðis­ráð­herra Banda­ríkjanna, Alex Azar, að það væri ekki þörf á banninu eftir þann tíma.

„Ég er sam­mála ráð­herranum að þetta sé besta leiðin til þess að vernda Banda­ríkja­menn á­fram fyrir CO­VID-19,“ sagði for­setinn en tók fram að þegar kemur að Kína og Íran væri bannið á­fram í gildi, þar sem þau hafi verið ó­sam­vinnu­þýð.

Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 24 milljón tilfelli smits verið staðfest í Bandaríkjunum og um 400 þúsund manns látist eftir að hafa smitast.

Ekki tíminn til að aflétta takmörkunum

Að því er kemur fram í frétt New York Times um málið segja að­stoðar­menn Joes Biden, verðandi Banda­ríkja­for­seta, að Biden sé veru­lega mót­fallinn af­léttingu bannsins og að hann muni við­halda því eftir að hann tekur við em­bætti á morgun.

„Þar sem far­aldurinn fer versnandi, og enn meira smitandi af­brigði veirunnar eru að dúkka upp víða um heim, þá er þetta ekki tíminn til þess að af­létta tak­mörkunum á ferða­lögum,“ sagði verðandi fjöl­miðla­full­trúi Hvíta hússins, Jenni­fer P­saki, á Twitter í gær.

Þá sagði P­saki að það stæði til að herða tak­markanir á ferða­lög enn frekar til að hamla út­breiðslu veirunnar.

Biden hefur síðast­liðnar vikur gert ýmis­legt til að undir­búa komu sína í Hvíta húsið og hafa við­brögð við CO­VID-19 þar verið í for­gangi en hann hefur verið mjög gagn­rýninn í garð ríkis­stjórnar Trumps vegna þeirra við­bragða við veirunni.

Þannig má gera ráð fyrir að það verði eitt af fyrstu verkefnum Bidens að snúa við tilmælum Trumps.