Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar Fox News „tíkarson“ á blaðamannafundi í gær. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið mikla athygli Internetinu.
Forsetinn var staddur í Hvíta húsinu á fundi svokallaðs Samkeppnisþings (e. Competition Council) sem snýst um að breyta reglugerðum og framfylgja lögum til að hjálpa neytendum að takast á við hækkandi verðlagningu.
Blaðamenn sem voru viðstaddir fundinn kölluðu spurningar til forsetans eftir að hann hafði haldið tölu sína. Þar á meðal var Peter Doocy frá Fox News sem spurði Biden út í verðbólgu, sem hefur ekki verið hærri í Bandaríkjunum í 40 ár og hefur haft nokkur áhrif á vinsældir forsetans.
„Heldur þú að verðbólga verði pólitískur dragbítur í aðdraganda miðkjörtímabilskosninganna?“ spurði Doocy en var mætt með kaldhæðni af hálfu forsetans.
„Það er frábær kostur – meiri verðbólga. Hversu heimskur tíkarsonur,“ sagði Biden og hristi hausinn.
Eins og áður sagði náðust ummæli forsetans á myndband sem hefur farið eins og eldur í sínu um samfélagsmiðla.
Doocy hló síðar að atvikinu í þætti á Fox News og sagði: „Það hefur enginn sannreynt hann enn þá og sagt að þetta sé ekki satt.“
Að sögn AP News hafa talsmenn Hvíta hússins ekki enn viljað tjá sig um málið.
President Joe Biden was caught on a hot mic calling Fox News reporter Peter Doocy a 'stupid son of a bitch' when pressed about inflation at a White House event pic.twitter.com/OfsSBsXseO
— Reuters (@Reuters) January 25, 2022