Joe Biden Bandaríkjaforseti varð áttræður í gær en hann er fyrsti forseti í sögu Bandaríkjanna sem nær þeim merka áfanga að verða áttræður í embætti.

Forsetinn fagnaði afmæli sínu með fjölskyldunni í hvíta húsinu en engin opinber hátíðarhöld voru í tilefni dagsins.

Eiginkona Biden, Jill Biden, sendi sínum heittelskaða rómantíska afmæliskveðju á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hún segist ekki vilja stíga dans með neinum nema honum. „Til hamingju með afmælið, Joe! Ég elska þig.“

Biden fagnaði deginum líkt og fyrr segir í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni en hann fékk sína uppáhalds köku samkvæmt Twitter-færslu Jill, kókoshnetu köku.

Forsetinn hefur ekki enn gefið neinar formlegar yfirlýsingar um það hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta að tveimur árum liðnum. Hann hefur greint frá því að hann sé enn óákveðinn.

Samkvæmt nýlegri könnun telja flestir kjósendir að Biden sé ekki tilbúinn fyrir annað kjörtímabil.