Joe Bid­en Band­a­ríkj­a­for­set­i hef­ur af­num­ið for­set­a­til­skip­an­ir Don­ald Trumps for­ver­a síns sem bönn­uð­u Band­a­ríkj­a­mönn­um að nota kín­versk­u sam­fé­lags­miðl­an­a TikT­ok og WeCh­at. Bann­ið hafð­i þó ekki eig­in­leg­a lag­a­leg­a þýð­ing­u vegn­a dóms­mál­a sem höfð­uð voru vegn­a þess.

Bid­en hef­ur gef­ið út nýja for­set­a­til­skip­un sem eyk­ur eft­ir­lit með kín­versk­um for­rit­um og hug­bún­að­i sem tal­ið er að gæti ógn­að ör­ygg­i per­són­u­upp­lýs­ing­a í Band­a­ríkj­un­um. Stjórn hans mun nú koma á fót kerf­i til að meta hvað­a for­rit og hug­bún­að­ur sem fram­leidd­ur er af and­stæð­ing­um Band­a­ríkj­ann­a ógni þjóð­ar­ör­ygg­i.

Einn­ig er von­ast til þess að til­skip­un­in veit­i traust­ar­i lag­a­leg­an grunn fyr­ir bönn á notk­un for­rit­a eða hug­bún­að­ar í fram­tíð­inn­i svo að sömu vand­ræð­i og plög­uð­u til­skip­an­ir Trump komi ekki aft­ur upp.