Von er á togara til Seyðis­fjarðar í kvöld með fimm skip­verja innan­borðs sem fundið hafa til ein­kenna sem svipa mjög til CO­VID-19. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Austur­landi.

Starfs­fólk Heil­brigðis­stofnunar Austur­lands undir­býr mótt­töku skip­verjanna með til­liti til þessa.

Skip­verjarnir fara í sýna­töku við komuna til Seyðis­fjarðar og í sótt­kví þar til svör úr sýna­töku liggja fyrir. Það ætti að gerast seinni­part á morgun, að því er segir í til­kynningunni.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19 Tvö virk smit eru nú skráð hjá þeim sem eiga lögheimili á...

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Wednesday, 30 September 2020