Jón Magnús Kristjáns­son, yfir­læknir á bráða­mót­töku Land­spítalans, vonast til þess að full­trúar sem flestra aðila innan spítalans fái að­komu að nýjum á­taks­hópi í mál­efnum bráða­mót­tökunnar, sem heil­brigðis­ráðu­neytið til­kynnti í gær að yrði skipaður. Hann segir það vera ákvörðun ráðuneytisins hverjir muni sitja í hópnum.

Heil­brigðis­ráðu­neytið vildi ekki gefa upp hve­nær hópurinn yrði skipaður, en Jón Magnús segir að það verði væntanlega í dag eða á morgun.

Í minnisblaði Landlæknisembættsins er tekið undir orð lækna sem hafa sagt neyðarástand ríkja innan bráðamóttökunnar, en heilbrigðisráðherra sagði í vikunni að ummæli þeirra væru skaðleg.

Stendur til að full­trúar spítalans fái að­komu

Jón Magnús vonast til þess að hjúkrunar­fræðingar, fé­lag sjúkra­hús­lækna og sem flestir hópar innan sjúkra­hússins fái að­komu að á­taks­hópnum, en það velti þó allt á þeirri stefnu sem heil­brigðis­ráðu­neytið taki í málinu.

„Við erum í rauninni bara að bíða eftir út­spili ráðu­neytisins en það stendur til að við fáum að­komu að hópnum,“ segir Jón Magnús í sam­tali við Frétta­blaðið. „Það fer eftir því hvernig ráðu­neytið leggur þetta upp hvaða full­trúar og hversu margir verða valdir.“

Upp­lýsinga­full­trúi heil­brigðis­ráðu­neytisin vildi lítið segja um hópinn annað en að á fundi ráðu­neytisins með land­lækni og for­stjóra Land­spítalans í gær hafi verið á­kveðið að setja á­taks­hópinn á fót. Það yrði tilkynnt þegar búið væri að skipa í hópinn.

Land­læknir tekur undir gagn­rýni

Í frétt á vef heil­brigðis­ráðu­neytisins þar sem til­kynnt var um hópinn er að finna minnis­blað Land­læknis­em­bættisins um stöðuna á bráða­mót­töku Land­spítalans. Þar er tekið undir gagn­rýni Más Kristjáns­sonar, yfir­læknis smit­sjúk­dóma­lækninga á Land­spítalanum, sem sagði í grein í Lækna­blaðinu að bráða­mót­takan gæti ekki tekið sjúk­lingum ef stór­slys yrði og að sýkinga­vörnum væri á­bóta­vant.

„Þá er sem fyrr ljóst að deildin er síður í stakk búin til að takast á við hóp­slys en undan­farið hefur í þrí­gang legið nærri slíku (ferða­menn á Lang­jökli, rútu­slys við Blöndu­ós og ú snjó­flóð á Vest­fjörðum,)“ segir í minnis­blaðinu.

Þar kemur einnig fram að sýkingar­vörnum á bráða­mót­tökunni sé sér­stak­lega á­bót­vant, líkt og hafi áður komið fram í út­tekt í septem­ber.

Ráðherra gagn­rýndi orð lækna

Niður­stöður minnis­blaðsins Land­læknis eru sér­stak­lega á­huga­verðar í ljósi orða sem Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, lét falla á fundi með lækna­ráði Land­spítala í síðustu viku. Þar bað hún lækna um að vanda orð sín og sagði að erfitt væri að standa með læknum þegar þeir töluðu um að neyðar­á­stand innan spítalans.

„Það er orðið býsna langur listi af orðum og hug­tökum sem hafa verið notuð um á­standið á bráða­mót­töku,“ sagði Svan­dís meðal annars á fundinum og bað lækna um að standa með sér í stað þess að tala niður á­standið innan spítalans.