Séra Þór­hallur Heimis­son hefur ekki átt þá sjö dagana sæla að undan­förnu því hann hefur fengið yfir sig hol­skeflu af fúk­yrðum og sví­virðingum vegna nám­skeiðs sem hann heldur um þessar mundir „Allt sem þú vilt vita um Biblíuna“.

Nám­skeiðið, líkt og nafnið gefur til kynna, fjallar um biblíuna, hvernig hún varð til og hverjir hafa mótað hana. Þór­hallur segir lang­flesta hafa tekið þessu vel og tekur fram að við­brögðin séu fyrst og fremst góð, þó margir hafi séð þörf til ljótra orð­sendinga.

Líka þekkt fólk

„Merki­legt hvað það að ég skuli voga mér að bjóða upp á nám­skeið um Biblíunni virðist fara í taugarnar á mörgum. Ég hef fengið yfir mig í póstinn minn því­lík skrif frá fólki sem virðist ekki þola að rætt sé um Biblíuna og eigin­lega hellir yfir mig ó­beit sinni,“ segir Þór­hallur á Face­book.

„Já líka þekktu fólki,“ bætir hann við.

Þór­hallur ræddi málið einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók fram að í tölvu­póstunum sé hvergi leitast eftir nokkurs konar skoðana­skiptum, að­eins sé um sví­virðingar að ræða. Þá sagði hann að sumir póstarnir séu merktir á­kveðnum stofnununum, merktir vinnu­stöðum og sendir á vinnu­tíma. Nánast opin­berir tölvu­póstar, sagði hann en bætti við að hann myndi ekki birta orð­skeytin opin­ber­lega.

Sér­ís­lensk við­brögð

Þá sagði Þór­hallur að þessi við­brögð væru „sér­ís­lensk“ enda hefði hann aldrei upp­lifað neitt af þessum toga í Sví­þjóð, þar sem hann hefur búið og starfað. „Ég var alveg búinn að gleyma þessu of­stæki á Ís­landi hjá mörgum gegn öllu því sem tengist Biblíunni,“ skrifar Þór­hallur. Hann nefndi einnig at­huga­semd frá séra Ásu Björk Ólafs­dóttur, sem býr í Dublin á Ír­landi, þar sem hún tekur undir að við­brögðin séu sér­ís­lensk.

„Það er eitt­hvað svo mikil nei­kvæðni í gangi varðandi kristna trú á Ís­landi, sem ég finn alls ekki fyrir hér í Dublin. Hér er borin virðing fyrir trúar­brögðum, trúar­leið­togum og fjöl­breytni mann­lífsins,“ skrifar Ása.

Upplýsingar um námskeið Þórhalls er að finna hér.

Merkilegt hvað það að ég skuli voga mér að bjóða upp á námskeið um Biblíunni virðist fara í taugarnar á mörgum. Ég hef...

Posted by Þórhallur Heimisson on Wednesday, September 11, 2019