Persónuvernd hefur ákveðið að bíða með að óska eftir Klaustursupptökunum þar til Landsréttur úrskurðar í málinu. Greint var frá því í morgun að fjórir þingmenn Miðflokksins hefðu kært ákvörðun héraðsdóms til Landsréttar.

Í tilkynningu frá Persónuvernd kemur fram að lögmaður Báru Halldórsdóttur hafi fengið afhent gögn varðandi mál hennar sem er í hefðbundnum farvegi hjá Persónuvernd. Á fundi stjórnarinnar í gær var ákveðið að senda henni gögnin og gefa lögmanni Báru, Auði Tinnu Aðalbjarnadóttur, kost á athugasemdum fyrir hönd Báru.

Jafnframt var ákveðið að óska eftir umræddri hljóðupptöku, sem og upptökum úr eftirlitsmyndavélum á Klaustri frá þeim tíma sem samtölin voru tekin upp. Frestur til athugasemda og afhentingar upptökunnar var veittur til 11. janúar 2019. 

Sem fyrr segir hefur lögmaður þingmannanna kært úrskurð héraðsdóms, um sönnunarfærslu fyrir dómi vegna málsins, þá með tilliti til öflun upptaka úr öryggismyndavélum, til Landsréttar. Persónuvernd hefur því ákveðið að bíða með að óska eftir umræddum upptökum þar til niðurstaða Landsréttar um úrskurðin liggur fyrir.