Blaða­manna­fé­lag Ís­lands hefur sagt sig úr Al­þjóða­sam­bandi blaða­manna, IFJ. Einnig til­kynntu systur­fé­lög BÍ í Noregi, Dan­mörku og Finn­landi úr­sögn sína á sama tíma og hafa Svíar einnig til­kynnt að þeir séu að ræða úr­sögn. Þetta kemur fram í til­kynningu frá BÍ.

„Á­stæðan fyrir úr­sögninni er sú að IFJ hafa reynst ófær um að gera úr­bætur í starf­semi sinni í sam­ræmi við gagn­rýni frá Nor­rænu blaða­manna­fé­lögunum og fleiri fé­lögum, sem hefur verið við­varandi í meira en tíu ár. Við erum ó­sátt við skipu­lag þinga og kosninga og skort á gagn­sæi í á­kvarðana­töku,“ segir Sig­ríður Dögg Auðuns­dóttir, for­maður BÍ.

Nor­rænu blaða­manna­fé­lögin hafa í­trekað kallað eftir um­bótum á starfs­háttum IFJ.

Í til­kynningu BÍ kemur fram að for­ysta IFJ hafi til að mynda látið það við­gangast að rúss­neska aðildar­fé­lagið fylgdi eftir her­skárri stefnu Rússa í Úkraínu, með því að stofna héraðs­fé­lög rúss­nesku blaða­manna­sam­takanna á hert­eknum svæðum sem hafa þar með sjálf­kraka fengið aðild að IFJ. Slíkt á einnig að hafa gerst í Georgíu, Níkaragva og Venesúela.

Einnig er tekið fram að IFJ valdi að halda árs­þing sitt í Óman, þar sem ekki ríkir fjöl­miðla­frelsi.

„Þetta er ekki auð­veld á­kvörðun, en við getum ekki verið með­limur í al­þjóð­legum blaða­manna­sam­tökum þar sem vinnu­brögð, menning og á­kvarðana­taka stenst alls ekki kröfur okkar um gagn­sæi og lýð­ræðis­legu ferli er á­bóta­vant,“ segir Sig­ríður Dögg.

Ef úr­sögnin verður sam­þykkt á aðal­fundi BÍ í mars, þá mun hún taka gildi, með til­heyrandi laga­breytingum í lok júlí.

Hægt er að lesa til­kynningu BÍ í heild sinni hér.