Bóka­út­gáfa Codex og bók­sala Úlf­ljóts sluppu furðu vel úr vatns­tjóninu í Há­skóla Ís­lands í dag en bæði bók­salan og bóka­út­gáfan hafa um ára­bil verið með rekstur í kjallara Lög­bergs.

Mikið tjón er í Háskóla Íslands eftir að kaldavatnslögn gaf sig í nótt með þeim afleiðingum að rúm tvö þúsund tonn af vatni flæddi inn í kjallara skólans. Mesta tjónið er í Gimli og í Háskólatorgi.

Tjón Codex og Úlfljóts er þó eitt­hvað þar sem nokkrar bækur sem voru í kössum á gólfinu skemmdust en stærsta tjónið er lík­legast saman­safn af gömlum tölu­blöðum Úlf­ljóts sem eyði­lögðust.

Dag­mar Helga Einars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Úlf­ljóts, þakkar fyrir það að stjórn Úlf­ljóts hafi verið ný­búin að taka til í kjallaranum.

„Það var svona 10 cm vatns­lag á gólfinu hjá okkur. Við vorum heppin því við vorum ný­búin að taka til­tekt og setja mikið úr kössum upp í hillur. Þannig það var ekki mikið á gólfinu,“ segir Dag­mar. „Það sem fór verst hjá okkur voru gömul tölu­blöð af Úlf­ljóti tíma­ritinu sem voru í geymslu,“ segir hún enn fremur.

Fóru sjálf í kjallarann að moka vatni

Fjárhagslegt tjón Úlfljóts er ekki mikið af sögn Dagmars þar sem engar dýrar námsbækur urðu fyrir vatnsskemmdum. „Heppi­lega voru dýrustu náms­bækurnar upp í hillu þannig það var ekki mikið fjár­hags­legt tjón en leiðin­legt samt að það séu tals­verðar skemmdir á gömlum tölu­blöðum,“ segir Dag­mar en Úlf­ljótur, tíma­rit laga­nema, hefur verið gefið út lengst allra fræði­rita við Há­skóla Ís­lands. Fyrsta tölu­blaðið leit dagsins ljós í lok febrúar­mánaðar árið 1947.

„Við vorum heil­lengi að moka út vatni því slökkvi­liðið var að eiga við miklu meira magn af vatni en kom í kjallarann til okkar. Þeir voru í því að dæla. Þannig fyrst um sinn var enginn mann­skapur í að dæla hjá okkur. Þannig við vorum að reyna eins og við gátum að bjarga kössum og því sem var á gólfinu og reyna skófla vatninu út,“ segir Dag­mar

Sig­fríð Elín Þor­valds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Codex, segir bóka­út­gáfuna einnig hafa sloppið vel miðað við.

„Við fórum þarna snemma í morgun og náðum eigin­lega að bjarga öllu. Við sáum fréttirnar rétt fyrir átta og það fór stór hluti af stjórninni og við tókum þá kassa sem voru eftir á gólfinu en allt annað í hillum bjargaðist. Þetta var smá tjón en við náðum að bjarga meiri­hlutunum,“ segir Sig­fríð.

„Lög­berg slapp furðu vel. Það var um 2 cm frá gólfinu hjá okkur,“ segir Sig­fríð.

Lögberg slapp furðu vel í nótt að sögn framkvæmdastjóra Codex.