Bílar

Bestu kaupin í Dacia samkvæmt Auto Trader

Velgengni Dacia snýst ekki bara um einstaklega hagstætt verð. Hún snýst líka um há gæði bílanna miðað við verð og mikinn langtímaáreiðanleika sem er eitt það mikilvægasta í augum þeirra sem þurfa að reka bíl.

Dacia Duster er orðin kunnugleg sjón á íslenskum vegum.

Samkvæmt Auto Trader í Bretlandi eru bestu bílakaupin 2018 Dacia og er bíltegundin því handhafi verðlaunanna „Best Value Brand 2018“. Kosningin byggist á upplýsingum frá 43 þúsundum bíleigenda á Bretlandseyjum og almennt reyndist Dacia vera uppáhaldsmerki ökumanna þar í landi, vinsælla en bæði Skoda og Kia sem eru mjög vinælir bílar á breska markaðnum.

Virði er heila málið

Við afhendingu verðlaunanna sagði yfirmaður bílaprófana hjá Auto Trader, Ivan Aistrop, að „virði“ væri heila málið þegar Dacia ætti í hlut. „Verðlaunin sýna að þau skilaboð framleiðandans ná greinilega eyrum bílkaupenda. Þegar öllu er á botninn hvolft fylgir því góð tilfinning þegar maður hefur gert góð kaup og eigendur Dacia geta svo sannarlega verið ánægðir því enginn annar bílaframleiðandi býður jafn hagstætt verð á nýjum bíl og Dacia. Verð fyrir nýjan Dacia er nefnilega sambærilegt því sem er á mörgum tegundum notaðra og mikið ekinna bíla.“ Þannig hefur það verið allt frá 2013 þegar bíllinn var fyrst kynntur í Bretlandi og sagðist Aistrop vona að þetta hagstæða verð gæti staðið sem allra lengst.

Peningunum vel varið

Louise O’Sullivan, yfirmaður Dacia í Bretlandi og Írlandi, segir fyrirtækið ákaflega stolt af verðlaununum sem séu enn ein skrautfjöðurin í hatt Dacia. „Það er stórkostlegt að fá það aftur og aftur staðfest að með kaupum á Dacia sé peningunum vel varið og það skynja eigendur Dacia mjög sterkt enda er Dacia eitt mest selda merkið á markaðnum,“ sagði O’Sullivan þegar hún veitti verðlaununum móttöku.

Mikil gæði og lágur rekstrarkostnaður

Velgengni Dacia snýst ekki bara um einstaklega hagstætt verð. Hún snýst líka um há gæði bílanna miðað við verð og mikinn langtímaáreiðanleika sem er eitt það mikilvægasta í augum þeirra sem þurfa að reka bíl. Bílarnir frá Dacia eru nefnilega þekktir fyrir lága bilanatíðni og lítinn eldsneytiskostnað.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Milljón mílna Hyundai Elentra

Bílar

Tesla meira virði en Daimler

Bílar

Honda Passport rúllar af böndunum

Auglýsing

Nýjast

Jón Gnarr og Frosti deila um opin­bera smánun

Hvetja foreldra til að sækja börn í frístund

Mikil­vægt að ganga vel frá lausum munum

May sögð ætla að fresta Brexit-at­kvæða­greiðslu

Fjöldamorðingi dæmdur fyrir 56 morð til viðbótar

Jemt­land í á­tján ára fangelsi fyrir morðið á eigin­konu sinni

Auglýsing