Nú fer sumar­frí að líða undir lok hjá mörgum og því margir á far­alds­fæti þessar síðustu vikur af sumrinu. Besta veðrið í vikunni og komandi helgi verður austan­lands, að sögn Þor­steins V. Jóns­sonar, veður­fræðings á Veður­stofu Ís­lands.

„Það verður lík­legast best að vera fyrir austan ef fólk vill losna við rigninguna, þó að menn verði ekki alveg lausir við hana. Hitinn verður í kringum tuttugu stig víða fyrir austan,“ segir hann.

Vest­læg átt verður ráðandi á komandi dögum, að sögn Þor­steins. Hann segir Suður- og Vestur­land þá helst muna finna fyrir vætu.

„Það verður á­fram frekar milt veður, það er ekki að sjá neinn kulda. Það er þessi lægða­gangur sem kemur hérna á okkur með til­heyrandi vætu á vestan­verðu landinu en það verður fínasta veður fyrir austan,“ segir Þor­steinn.