Þingmaðurinn Bernie Sanders hefur sannarlega nýtt sér óvæntar vinsældir sínar eftir að hann stal senunni á innsetningarathöfn Joe Biden.

Eftir að myndir af Sanders fóru á flug um netið ákvað hann að nýta sér „meme“ myndirnar með því að prenta þær á boli og peysur og selja á netinu. Allur ágóði af sölunni mun renna beint til góðgerðasamtakanna Meals on wheels.

Vettlingarnir sem Bernie klæddist hafa vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum en Vogu­e greinir frá því að Sanders hafi fengið þá að gjöf frá kennaranum Jen Ellis, sem er frá Ver­mont líkt og Sanders. Þar segir enn­fremur að hanskarnir séu gerðir úr endur­nýttri ull úr peysum og ullin saumuð saman við flís úr endur­nýttum plast­flöskum.

Bernie ræddi við spjallþáttastjórnandann Seth Meyers í Late Night þar sem hann sagðist hafa séð öll „meme“-in.