Þingmaðurinn Bernie Sanders hefur sannarlega nýtt sér óvæntar vinsældir sínar eftir að hann stal senunni á innsetningarathöfn Joe Biden.
Eftir að myndir af Sanders fóru á flug um netið ákvað hann að nýta sér „meme“ myndirnar með því að prenta þær á boli og peysur og selja á netinu. Allur ágóði af sölunni mun renna beint til góðgerðasamtakanna Meals on wheels.
Vettlingarnir sem Bernie klæddist hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum en Vogue greinir frá því að Sanders hafi fengið þá að gjöf frá kennaranum Jen Ellis, sem er frá Vermont líkt og Sanders. Þar segir ennfremur að hanskarnir séu gerðir úr endurnýttri ull úr peysum og ullin saumuð saman við flís úr endurnýttum plastflöskum.
Bernie ræddi við spjallþáttastjórnandann Seth Meyers í Late Night þar sem hann sagðist hafa séð öll „meme“-in.
In Vermont, we know something about the cold. And we’re not so concerned about good fashion. pic.twitter.com/zDtrToPbun
— Bernie Sanders (@BernieSanders) January 23, 2021