Fjársvikarinn Bernie Madoff er látinn í fangelsi. Ma­doff, sem var rúmlega áttræður var dæmdur í 150 ára fangelsi árið 2009 eftir að hann játaði sök í einu stærsta pýramída­svindl sögunnar en hann sveik milljarða dollara af þúsund fjár­festum um allan heim. Hann hefur setið í fangelsi síðast­liðinn 11 ár en hann segist hafa þjáðst allan tímann og að hann sjái innilega eftir svikum sínum. Hann hefur nú á­frýjað á­kvörðun fangelsis­mála­stofnunar til al­ríkis­dómara.

Maddof var alvarlega veikur af nýrnasjúkdómi. Hann óskaði eftir því að honum verði sleppt af læknisfræðilegum ástæðum svo hann geti dáið utan fangelsis en því var hafnað.