Bern­hard Esau, fyrr­verandi sjávar­út­vegs­ráð­herra Namibíu, hefur verið látinn laus úr haldi, en áður hafði komið fram að yfir­völd hefðu frestað á­kvörðun um á­fram­haldandi varð­hald þar til á þriðju­dag.

Nú hefur RÚVhins vegar eftir Paulus Noa, fram­kvæmda­stjóra ACC, að sam­komu­lag hafi verið gert utan réttar­sala. Esau sé því laus úr haldi eins og áður segir þar sem hand­töku­skipunin hafi verið ó­gild þar sem sú sú fyrri hafi ekki upp­fyllt öll skil­yrði.

Hann er einn þeirra fjögurra sem eru sagðir tengjast mútu­­greiðslunum en lög­reglan leitar enn hinna þriggja, sem hafa verið þekktir sem há­karlarnir. Það eru þeir James Hatuiku­lipi, fyrr­verandi stjórnar­­for­­maður ríkis­út­­gerðar­­fé­lagsins Fischor, Sacky Shang­hala, fyrr­verandi dóms­­mála­ráð­herra Namibíu og Tam­­son Hatuiku­lipi, tengda­­sonur Esau og frændi James.

Noa hefur ekki á­hyggjur af því að fyrr­verandi sjávar­út­vegs­ráð­herrann reyni að komast undan rétt­vísinni á meðan. Ekki sé ó­al­gengt að um­sóknir um hand­töku­skipanir séu metnar ó­gildar af ýmsum á­stæðum. Það sé ekkert sem mæli gegn því að leggja fram nýja.