Sil­vio Berlu­sconi, sem þrisvar hefur gegnt em­bættis for­­sætis­ráð­herra Ítalíu, var lagður inn á sjúkra­hús í Móna­kó vegna hjart­­sláttar­truflana á þriðju­­daginn. Læknar mátu á­­stand hans svo að ekki væri ráð­lagt að flytja hann til heima­landsins til með­­ferðar.

Hinn 84 ára gamli Berlu­sconi fór í ó­s­æðar­­loku­­skipti árið 2016 og sam­­kvæmt Alber­to Zangrill­o yfir­­­lækni á San Raf­­faele-sjúkra­húsinu í Mílan er inn­lögn for­­sætis­ráð­herrans fyrr­verandi tengd því. Þetta kemur frá í frétt ítalska miðilsins ANSA.

Læknirinn var kallaður til á heimili Berlu­sconi í Móna­kó á mánu­­daginn sem býr nú tíma­bundið í ná­granni Nice í suður­hluta Frakk­lands. Zangrill­o segist hafa metið á­standið svo að leggja skildi Berlu­sconi inn á sjúkra­hús og dvelur hann nú á hjarta­­deild í Móna­kó.

Berlu­sconi greindist með CO­VID-19 í septem­ber og sagði þá það verið það erfiðasta sem hann hefði gengið í gengum á lífs­leiðinni.