Í Þýska­landi er vonast til að fleiri ung­menni láta bólu­setja sig eftir að bólu­setningar­mið­stöð hefur verið opnuð á fyrrum nætur­klúbbi í Berlín.

Til að gera bólusetninguna meira aðlaðandi fyrir ungmennin, hefur verið komið fyrir sannkallaðri klúbbastemmningu með tónlist og diskóljósum sem hefur vakið mikið athygli.

Hægt er að sjá myndband með fréttinni á danska miðlinum TV2.

Erfiðlega hefur verið að ná ungmennum í Þýskalandi í bólusetningu og er staðan nú enn verri eftir að upp kom grunur um að hjúkrunarfræðingur bænum Shortens hafi skipt bóluefni gegn COVID 19 út fyrir saltvatn og sprautað um 8.557 Þjóðverja. Einstaklingarnir eru flestir 70 ára og eldri. Enn er óljóst hversu margir þeirra séu hálf- eða óbólusettir og er málið til rannsóknar. Þetta kemur fram á vef DR.dk.