Konur í Frakk­landi mega ekki taka þátt í fót­bolta­mótum í­klæddar hi­jab, höfuð­klút sem er al­gengur meðal múslímskra kvenna. Ungar konur sem vilja berjast gegn þessu banni taka nú þátt í eigin fót­bolta­fé­lagi sem kallast Les Hi­ja­beu­ses. Þetta kemur fram í grein frá The Guar­dian.

Fé­lagið er stofnað af borgar­banda­laginu, Alli­ance Citoyenne, til að hvetja ungar konur sem klæðast hi­jab til að spila fót­bolta. Al­þjóða­knatt­spyrnu­sam­bandið, FIFA, lyfti hi­jab-banni sínu árið 2014 en franska fót­bolta­sam­bandið fylgdi því ekki eftir.

Fé­lagið var stofnað í maí í fyrra. Founé Diawara, einn með­stjórnandi fé­lagsins, var sjálfri gert að velja milli þess að taka þátt í keppni með liði sínu eða að klæðast höfuð­klútnum sínum þegar hún var 15 ára gömul. Hún valdi höfuð­klútinn og neyddist til að sitja á bekknum allan leikinn.

Kart­houm Dem­bé­lé, ein þátt­tak­endanna, segist vilja verða at­vinnu­maður í fót­bolta en vegna bannsins sjái hún sér ekki fært að gera það.

Hi­jab-deilur í Frakk­landi

Frakk­land hefur lengi átt í erfiðu sam­bandi við hi­jab-klúta en á undan­förnum árum hafa ýmis lög verið sett sem tak­marka notkun klútana.

Ný­lega studdi öldunga­deild Frakk­lands til­lögur að lög­gjöf sem bönnuðu börnum undir 18 ára aldri að klæðast hi­jab á al­manna­færi. Til­gangur laganna er að draga úr trúar­táknum og stuðla að frelsi kvenna, segir í frétt hjá Time.

Fleiri til­lögur voru lagðar fram sam­hliða þessum sem meðal annars bönnuðu mæðrum að klæðast hi­jab þegar þær sækja börn sín í skólann og gerðu ó­lög­leg svo­kölluð „bur­kini“, sund­föt sem hylja allan líkamann.

Lögin hafa ollið miklum deilum og var meðal annars tekist á um málið á samfélagsmiðlum þar sem að konur deildu myndum af sér undir yfir­skriftinni „hands off my hi­jab“, þar sem þær biðja lög­gjafa um að láta höfuð­klúta sína í friði.