Þau Sólrún Alda Waldorff og kærasti hennar Rahmon Anvarov berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa slasast alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð þeirra í Mávahlíð á aðfaranótt miðvikudags.

Kæra fjölskylda, vinir og vandamenn Eins og frést hefur eru, Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, að berjast fyrir...

Posted by Þórunn Alda Gylfadóttir on Sunday, October 27, 2019

„Okkur langar til þess að þakka öllum fyrir allan þann stuðning og jákvæðu hugsanir sem þið hafið gefið frá ykkur, þessi jákvæða orka hjálpar okkur og þeim mikið,“ segir móðir Sólrúnar í færslunni. Hún segir þá langt og strangt endurhæfingarferli fram undan hjá parinu.

Styrktarreikningur hefur nú verið stofnaður þar sem fólk getur lagt þeim lið en mikill kostnaður fylgir baráttunni. „Takk fyrir hjálpina, við erum ykkur ævinlega þakklát,“ segir í lok færslunnar en reikningsnúmerið er 0370-26-014493 og kennitalan: 1911932379.

Talið er að eldurinn í kjallaraíbúðinni hafi kviknað út frá potti á eldavélarhellu. Til­kynnt var um elds­voðann í kringum klukkan hálf tvö að­fara­nótt mið­viku­dagsins 23. októ­ber og voru slökkvi­liðs­menn fljótir að slökkva eldinn. Mikill reykur var í í­búðinni en reykka­farar fundu Sólrúnu og Rahmon inni í í­búðinni sem var síðan bjargað út í gegnum glugga í­búðarinnar.