Fram­boðs­listi Mið­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi var sam­þykktur á fé­lags­fundi síðast­liðinn fimmtu­dag. Þetta kemur fram í stuttri til­kynningu frá flokknum.

Berg­þór Óla­son, sitjandi Al­þingis­maður leiðir listann og þá er Sigurður Páll Jóns­son í öðru sæti. Sigurður komst inn á þing 2017 sem jöfnunar­þing­maður og var þá einnig í öðru sæti.

Að öðru leyti er listi flokksins ó­líkur því sem hann var þá. Í þriðja sæti er Finn­ey Aníta Thelmu­dóttir.

Efstu sex sæti listans sam­kvæmt til­kynningu:

1. sæti. Berg­þór Óla­son.
2. sæti. Sigurður Páll Jóns­son.
3. sæti. Finn­ey Aníta Thelmu­dóttir.
4. sæti. Í­lóna Sif Ás­geirs­dóttir.
5. sæti. Högni Elfar Gylfa­son
6. sæti. Hákon Her­manns­son.