Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá flokknum.
Bergþór Ólason, sitjandi Alþingismaður leiðir listann og þá er Sigurður Páll Jónsson í öðru sæti. Sigurður komst inn á þing 2017 sem jöfnunarþingmaður og var þá einnig í öðru sæti.
Að öðru leyti er listi flokksins ólíkur því sem hann var þá. Í þriðja sæti er Finney Aníta Thelmudóttir.
Efstu sex sæti listans samkvæmt tilkynningu:
1. sæti. Bergþór Ólason.
2. sæti. Sigurður Páll Jónsson.
3. sæti. Finney Aníta Thelmudóttir.
4. sæti. Ílóna Sif Ásgeirsdóttir.
5. sæti. Högni Elfar Gylfason
6. sæti. Hákon Hermannsson.