Rit­höfundurinn Berg­sveinn Birgis­son hefur sent frá sér yfir­lýsingu um rit­stuldar­málið sem hófst í desember síðast­liðnum þegar hann sakaði Ás­geir Jóns­son, seðla­banka­stjóra, um að hafa tekið hug­myndir og rann­sóknir eftir hann ó­frjálsri hendi og notað við ritun bókarinnar Eyjan hans Ingólfs án þess að geta heimilda.

„Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leik­riti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grund­vallar-siða­reglum í fræða­starfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og út­lit er fyrir – þá á enginn vísinda­maður neina kenningu eða rann­sókn,“ skrifar Berg­sveinn í yfir­lýsingu sem birtist á Vísi.

Málið hefur farið mikinn undan­farna mánuði en Berg­sveinn kærði Ás­geir til siða­nefndar Há­skóla Ís­lands sem sagði svo af sér í febrúar eftir að Jón Atli Bene­dikts­­son, rektor HÍ, vildi ekki leyfa nefndinni að fjalla um málið. Rektor taldi málið vera utan lög­sögu siða­nefndarinnar vegna þess að Ás­geir Jóns­son er í launa­lausu leyfi frá störfum sínum við hag­fræði­deild Há­skóla Ís­lands.

Síðasta föstu­dag sendi frá­farandi siða­nefndin frá sér yfir­lýsingu um á­stæður af­sagnarinnar þar sem hún lýsti málinu sem „ó­sigur fyrir Há­skóla Ís­lands og fræða­starf í landinu.“

Berg­sveinn segir hins vegar ljóst af um­mælum Ás­geirs sjálfs að hann hafi verið byrjaður á bókinni þegar hann starfaði við Há­skóla Ís­lands og telur því rök­stuðning Jóns Atla vera frá­leitan.

„Er sú for­dæmis­gefandi regla all-svaka­leg ef standa fengi, að starfs­menn geti á­stundað rit­stuld á launum hjá Há­skólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri á­byrgð á þess­háttar vinnu­brögðum,“ skrifar Berg­sveinn og bætir því við að stærsta verk­efni Há­skóla­ráðs sé nú að endur­reisa virðingu stærstu mennta­stofnunar landsins.

Að sögn Berg­sveins hefur hann í engin önnur hús að venda með mál sitt og sér því engan annan kost í stöðunni en að skrifa tíma­rits­grein með fræði­lega vandaðri um­fjöllun og láta fræða­sam­fé­lagið og al­menning skera úr um málið.

„Ég hef litið svo á að með því að láta í mér heyra, hafi ég reynt að leggja mitt lóð á vogar­skálar heil­brigðara vísinda­sam­fé­lags. Er það leiðin­legur slagur og al­ger and­stæða þeirrar for­vitni og lær­dóms­gleði sem bjó Leitina að svarta víkingnum til, og sem ég vonaðist eftir að hrifi les­endur hennar. Annað­hvort gilda prinsipp og siða­reglur um alla menn eða engan mann,“ skrifar Berg­sveinn á Vísi.