Berg­sveinn Birgis­son, rit­höfundur, rennir frekari fræði­legum stoðum undir á­sakanir sínar um meintan rit­stuld Ás­geirs Jóns­sonar, seðla­banka­stjóra, í grein sem hann birti í nýjasta hefti Sögu, tíma­riti Sögu­fé­lagsins, sem kom út í síðasta mánuði.

Í greininni, sem ber fyrir­sögnina „Rýnt í rit­stuld úr svörtum víkingi“ í­trekar Berg­sveinn full­yrðingar sínar um að Ás­geir Jóns­son hafi gerst sekur um rit­stuld úr bók hans Leitin að svarta víkingnum og segir seðla­banka­stjóra hafa not­fært sér hug­myndir úr þeirri bók án þess að geta heimilda í bókinni Eyjan hans Ingólfs.

Málið fór mikinn í fjöl­miðlum síðasta vetur og leiddi meðal annars til þess að siða­nefnd Há­skóla Ís­lands sagði af sér vegna af­skipta Jóns Atla Bene­dikts­sonar, rektors HÍ, sem taldi að nefndin gæti ekki fjallað efnis­lega um á­sakanirnar á hendur Ás­geiri vegna þess að hann er í launa­lausu leyfi frá störfum sínum við hag­fræði­deild há­skólans.

Leggur málið undir dóm al­mennings

Berg­sveinn kveðst hafa fundið sig knúinn til að skrifa greinina til að „gera skýra grein fyrir mínu sjónar­horni á málið, skoða það í sam­hengi við siða­reglur og til­vísana­reglur annarra þjóða og leggja þannig málið undir dóm fræða­sam­fé­lags og al­mennings á Ís­landi“.

Á­sakanir hans snúast í grunninn um það að Ás­geir hafi gerst sekur um svo­kallaðan „rann­sóknar­stuld“ á til­gátum sínum um rostungs­veiðar land­náms­manna úr áður­nefndri bók Berg­sveins, Leitin að svarta víkingnum, sem kom fyrst út í Noregi 2013 en í ís­lenskri þýðingu hér á landi 2016.

Að sögn Helgu Kress, prófessors emeritus í al­mennri bók­mennta­fræði við HÍ, er rann­sóknar­stuldur það „þegar höfundur tekur rann­sókna­spurningar, rök­semda­færslu og rann­sóknar­niður­stöður úr birtu verki eftir annan og setur fram sem sínar eigin“.

Ég hef því gert það eina sem ég get gert, en það er að gera skýra grein fyrir mínu sjónar­horni á málið, skoða það í sam­hengi við siða­reglur og til­vísana­reglur annarra þjóða og leggja þannig málið undir dóm fræða­sam­fé­lags og al­mennings á Ís­landi.

Nýjasta hefti Sögu - Tímarits Sögufélagsins.
Kápa/Sögufélag

Ekki al­vöru­gefið fræði­rit

Ás­geir hefur alla tíð neitað sök og jafn­framt kom Helgi Þor­láks­son, prófessor emeritus í sagn­fræði við HÍ, honum til varnar í á­lits­gerð í árs­byrjun 2022. Þar er því meðal annars haldið fram að rit Ás­geirs, Eyjan hans Ingólfs, sé ekki „al­vöru­gefið fræði­rit“ heldur ein­göngu „leik­manns­þankar“ og hafi Ás­geir því ekki verið bundinn sömu reglum um vísun í heimildir og væri hann sjálfur sagn­fræðingur.

Þar að auki vilja Helgi og Ás­geir meina að í um­fjöllun sinni um rostungs­veiðar land­náms­manna í Eyjunni hans Ingólfs hafi seðla­banka­stjóri vísað til hug­mynda sem voru vel þekktar í mið­alda­fræðum áður en bók Berg­sveins kom út.

Lítur ekki á sig sem upp­hafs­mann

Berg­sveinn kveðst ekki líta á sig sem upp­hafs­mann þessara hug­mynda en full­yrðir að í verkum hans, þar með talið Leitinni að svarta víkingnum, sé að finna fyrstu ræki­legu um­fjöllunina „þar sem þessum hug­myndum eru gerð skil í heilli bók“.

Þá telur Berg­sveinn það vera frá­leitt að hug­myndir sem hann hafi eytt ára­tugum í að rann­saka og þróa í fræða­störfum sínum hafi skyndi­lega um­breyst yfir í al­menna þekkingu í með­förum Ás­geirs Jóns­sonar:

„Ég sjálfur lít á mitt fram­lag sem til­gátu, sem nýja sýn á þennan part sögunnar, og því er eðli­legt að ég spyrji hvernig þetta gat svo skyndi­lega orðið að al­mennri þekkingu. Slík til­gáta er ekki hrist fram úr ermi rétt fyrir jóla­bóka­flóð,“ skrifar hann.

Þá er að lokum að nefna hið aug­ljósa, að annað­hvort gilda reglur og prinsipp um alla menn eða engan mann.

Von á annarri grein

Að sögn Berg­sveins er um að ræða um­fangs­mikinn rit­stuld sem hann lítur al­var­legum augum. Þá ætlar hann að gera málinu ítar­legri skil í annarri grein sem hann hyggst birta á heima­síðu sinni.

„Málið sé ég sem al­var­legt af fleiri á­stæðum. Eitt er að rit­þjófurinn, sem er seðla­banka­stjóri lýð­veldisins, hefur áður verið á­sakaður um rit­stuld, en annað er hvernig sá sami kallaði til fyrr­verandi prófessor í sagn­fræði til að reyna að bera í bæti­fláka fyrir það sem ég sé ekki betur en séu for­kastan­leg vinnu­brögð í fræða­starfi.“

Þá segir Berg­sveinn að þau kerfi fræða­sam­fé­lagsins sem hefðu með raun réttri átt að taka fyrir á­sakanir hans hafi brugðist. Annars vegar siða­nefnd Há­skóla Ís­lands, sem sagði af sér, og hins vegar Nefnd um vandaða starfs­hætti í vísindum, sem skipuð var 2019 en hefur enn ekki tekið til starfa.

„Þá er að lokum að nefna hið aug­ljósa, að annað­hvort gilda reglur og prinsipp um alla menn eða engan mann,“ skrifar hann að lokum. Grein Berg­sveins má lesa í heild sinni í nýjasta hefti Sögu – Tíma­riti Sögu­fé­lags.