Finnbogi Hermannsson, rithöfundur, sakar Bergsvein Birgisson um að hafa líklega tekið texta úr bók sinni Einræður Steinólfs frá árinu 2003 og notað í bók sína Svar við bréfi Helgu frá árinu 2010. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.
„Jú, líklega er þetta ritstuldur hjá Bergsveini en hann vildi ekki viðurkenna það á sínum tíma þegar ég bar það upp á hann,“ sagði Finnbogi við Morgunblaðið.
Líkt og fram kom í vikunni hefur siðanefnd Háskóla Íslands borist kæra frá Bergsveini vegna meints ritstuldar Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, í nýútgefinni bók Ásgeirs, Eyjan hans Ingólfs.
Ásgeir hafnar öllum ásökunum um ritstuld. Í samtali við Fréttablaðið í vikunni sagðist Bergsveinn ætla sjá hvernig málið fari hjá siðanefndinni, áður en hann tekur afstöðu til mögulegrar málshöfðunar.
Í blaðinu í dag er nefnt dæmi um svipað orðalag í bókum Finnboga og Bergsveins, hér má lesa frétt Morgunblaðsins.