Innlent

Bergþór víkur sem formaður nefndarinnar

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, hefur stigið til hliðar sem for­maður um­hverfis- og sam­göngu­nefndar. Jón Gunnarsson tekur tímabundið við formennsku á meðan unnið er að sátt um stöðu nefndarinnar.

Bergþór Ólason við upphaf fundarins í morgun. Fréttablaðið/Anton Brink

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, hefur stigið til hliðar sem for­maður um­hverfis- og sam­göngu­nefndar. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Vinstri grænum, Fram­sóknar­flokknum og Sjálf­stæðis­flokknum. 

Jón Gunnars­son, 1. vara­for­maður nefndarinnar, mun taka við for­mennsku tíma­bundið á meðan reynt er að „finna lausn á málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guð­munds­son tekur við sem 1. vara­for­maður nefndarinnar og Líneik Anna Sæ­vars­dóttir verður 2. vara­for­maður. 

Nefndin hefur verið ó­starf­hæf frá því Berg­þór settist aftur á þing eftir tveggja mánaða leyfi frá þing­störfum vegna Klausturs­málsins. Síðasti fundur nefndarinnar fór fram 29. janúar þar sem til­lögu um að setja hann af sem for­mann var vísað frá. Á­kvörðunin fór illa í minni­hlutann og fór svo að Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata rauk út af fundinum. 

Í til­kynningunni sem send var á fjöl­miðla segir meðal annars eftir­farandi: 

Það er öllum ljóst að um tíma­bundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar að­stæður breytast eru stjórnar­flokkarnir reiðu­búnir að endur­skoða þessa stöðu og telja raunar mikil­vægt að slíkt endur­mat eigi sér stað fyrir þing­lok. Þar sem hér er um tíma­bundna ráð­stöfun að ræða líta stjórnar­flokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt sam­komu­lag stjórnar og stjórnar­and­stöðu um for­mennsku í fasta­nefndum Al­þingis að svo stöddu.

Fréttin hefur verið upp­færð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bergþór Ólason

Innlent

Funda um ó­sætti vegna for­manns­setu Berg­þórs

Innlent

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Kjaramál

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Auglýsing

Nýjast

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Spyr hvað ríkis­stjórnin borgar fyrir aug­lýsingar á Face­book

Ekki Astana heldur Nur­sultan

Auglýsing