Berg­ljót Kristins­dóttir bæjar­full­trúi leiðir lista Sam­fylkingarinnar í Kópa­vogi. Listinn var sam­þykktur ein­róma þann 16. mars. Bæjar­stjórnar­kosningar verða haldnar 14. maí næst­komandi.

Berg­ljót segist vera á­nægð með skipun listans og telur kosningarnar í vor vera gríðar­lega mikil­vægar. Hún segir Sam­fylkinguna vera með skýra sýn á því hvernig sam­fé­lag þau vilji byggja upp.

„Gildir það um skipu­lags­mál þar sem horfið er frá verk­taka­ræði en á­herslur verða á sam­ráð og í­búa­lýð­ræði. Þá munum við efla sam­starf við fé­laga- og í­búa­sam­tök en það hefur lítið farið fyrir slíku hjá nú­verandi meiri­hluta. Þá leggjum við á­herslu á mennta- og vel­ferðar­mál auk um­hverfis­mála í anda klassískrar jafnaðar­stefnu sem er leiðar­stefið í okkar bar­áttu" segir Berg­ljót.

Níu efstu sæti listans skipa:

  1. Berg­ljót Kristins­dóttir, Bæjar­full­trúi
  2. Hákon Gunnars­son, Rekstrar­hag­fræðingur
  3. Er­lendur Geir­dal, Raf­magns­tækni­fræðingur
  4. Dona­ta H. Bukowska, Kennari og kennslu­ráð­gjafi
  5. Hildur María Frið­riks­dóttir, Náttúru­vá­r­sér­fæðingur
  6. Þorvar Haf­steins­son, Við­móts­hönnuður
  7. Kristín Sæ­vars­dóttir, Vöru­stjóri
  8. Steini Þor­valds­son, Rekstrar­fræðingur
  9. Margrét Tryggva­dóttir, Rit­höfundur