Bíll Berg­lindar Guð­munds­dóttur varð al­elda á ör­fáum mínútum í gær og mátti litlu muna að um stór­slys yrði að ræða.

„Ég er búin að vera í mikilli vinnu­törn og hafði smá tíma eftir nætur­vakt til að út­rétta það sem hafði setið á hakanum. Þegar ég er að koma heim byrjar að rjúka úr mæla­borðin og á 3-5 mínútum varð bíllinn al­elda,“ segir Berg­lind í sam­tali við Frétta­blaðið.

Bíllinn varð alelda á örfáum mínútum.
Mynd/Aðsend

Berg­lind hafði verið á nætur­vakt á Land­spítalanum um nóttina og eftir að hafa lagt sig á­kvað hún að skjótast og út­rétta hluti fyrir heimilið.

„Ég lagði bílnum og hljóp út. Hringdi í neyðar­línuna og nokkrum mínútum síðar kemur lög­reglan og slökkvi­liðið. En þá var bíllinn þegar orðinn al­elda. Það gekk vel að slökkva eldinn og þegar ég hugsa til baka get ég ekki annað en verið þakk­lát fyrir hversu flott fólk við höfum og kemur okkur til hjálpar þegar á reynir,“ segir hún.

Einblínir á að allir séu óhultir

Berg­lind greindi frá at­vikinu á Face­book síðu sinni í gær en þar segist hún sem betur fer hafa verið ein í bílnum þegar eldurinn kom upp.

„Ég þakka fyrir að hafa náð gas­kútnum út sem ég hafði verið að kaupa til að geta eldað steik fyrir mig og krakkana. Sú steik endaði „well done“ í orðsins fyllstu. Mér var eðli­lega brugðið og tek því ró­lega í kvöld, en þegar öllu er á botninn hvolft slasaðist enginn og hægt að bæta fyrir bílinn og það sem í honum var,“ skrifaði Berg­lind.

Berg­lind viður­kennir að vera veru­lega brugðið eftir at­vikið en hún ein­blíni á það að allir séu ó­hultir. Þá þakkar hún slökkvi­liðinu og lög­reglunni kær­lega fyrir sín störf.

„Ég er búin að vera svona frekar aum eftir þetta, enda ekki á hverjum degi sem maður lendir í svona. En ég ein­blíni á það að allir eru ó­hultir.“