Þó­nokkrir þýskir stjórn­mála­menn hafa stigið fram og sagst hafa mátt þola morð­hótanir fyrir að hafa tekið af­stöðu með flótta­fólki. Hótanirnar líta þau al­var­legum augum, sér í lagi í ljósi þess að í upp­hafi þessa mánaðar var Walter Lübcke, forseti svæðisráðs í Kassel, ráðinn bani, að talið er fyrir stjórn­mála­skoðanir sínar.

Sá sem handtekinn var, grunaður um morðið á Lübcke, er sagður vera öfga­hægri­maður sem hvatt hefur til á­rása gegn stjórn­mála­mönnum af vinstri­vængnum, þeim sem stutt hafa málstað flóttamanna, flótta­mönnum sjálfum og gyðingum. Meðal þeirra sem skrifa undir yfir­lýsingu, sem send var fjöl­miðlum, eru Henriette Reker, borgar­stjóri í Köln, og Andreas Holl­stein, bæjar­stjóri Al­tena.

Reker komst naum­lega lífs af árið 2015 eftir hnífa­á­rás öfga­hægri­manns sem kunni illa við af­stöðu hennar með flótta­fólki. Holl­stein varð fyrir hnífa­á­rás árið 2017 af hendi manns sem gagn­rýndi harð­lega á­kvörðun yfir­valda þar að veita flótta­fólki hæli þar. Bæði segjast hafa fengið morð­hótanir á liðnum vikum.

Ekki er vitað hvort hótanir undan­farinna vikna séu frá þeim sama og grunaður er um morðið á Lübcke en sá heitir Stephan Ernst. Innan­ríkis­leyni­þjónusta, sem fellur undir em­bætti for­seta Þýska­lands, segir að hætta stafi af um 13 þúsund öfga­hægri­mönnum sem allir búa í landinu. Slík tala sé ein­fald­lega of há og ill­mögu­legt fyrir yfir­völd að vakta þá alla.

Frétt The Guardian.