Þó­nokkuð var um að vera hjá lög­reglunni í nótt, ef marka má dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Maður í annar­legu á­standi var hand­tekinni í mið­borginni á þriðja tímanum í nótt. Maðurinn var ber að ofan og búinn að vera með of­beldis­til­burði við veg­far­endur. Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu og við vistun fundust fíkni­efni á manninum.

Einnig var til­kynnt um líkams­á­rás í hverfi 101, ráðist var á starfs­mann verslunar þegar hann var að loka versluninni. Á­rása­r­aðilinn barði og sparkaði starfs­manninn í bakið, ógnaði fólki sem var nærri og fór síðan í burt. Á­rása­r­aðilinn var hand­tekinn klukku­stund síðar.

Á fjórða tímanum í nótt var 17 ára drengur fluttur á Bráða­deild með sjúkra­bif­reið eftir að ráðist var á hann og honum veittir á­verkar. Á­rása­r­aðilar voru farnir af vett­vangi þegar lög­reglu bar á garð.

Um mið­nætti var bif­reið stöðvuð í Hafnar­firði, öku­maðurinn var grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna og með of marga far­þega í bílnum, 5 manns. Í bif­reiðinni fundust fíkni­efni sem enginn vildi gangast við að eiga. Öku­maðurinn og far­þegarnir voru öll vistuð fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Um klukkan þrjú í nótt til­kynnir maður líkams­á­rás á veitinga­húsi í hverfi 220. Maðurinn kvaðst hafa verið sleginn í and­litið og var með á­verka á vanga. Ekki vitað um geranda og var manninum kynnt kæru­ferlið.