Sem hluta af þessum samningi mun Aston Martin útfæra tæknisamning sinn við þýska merkið en Aston Martin hefur notað vélar frá AMG í bíla sína síðan 2013. Mun Aston Martin nú geta nýtt sér lykiltækni eins og undirvagna sem bjóða upp á rafútfærslur og tengiltvinnbíla. Aston Martin er nýbúið að setja fyrsta jepplinginn sinn á markað sem kallast DBX. Í ágúst tók fyrrverandi yfirmaður Mercedes-AMG, Tobias Moers, við sem forstjóri Aston Martin.