Bílar

Benni frumsýnir SsangYong Rexton

Eitt þekktasta fagritið um jeppa, 4X4 Magazine, tilkynnti sigurvegarann í flokki fjórhjóladrifinna jeppa í árlegri úttekt sinni um daginn og komst þeirri niðurstöðu að SsangYong Rexton væri jeppi ársins.

SsangYong Rexton og Gestur Benediktsson sölustjóri hjá Bílabúð Benna.

Nýr Rexton, lúxusjeppi frá SsangYong, verður frumsýndur hjá Bílabúð Benna, á Krókhálsi, á laugardaginn. Það er alkunna að markaðshlutdeild jeppa hefur vaxið umtalsvert undanfarin ár og samkeppnin þeirra í milli verið hörð. Því vekur því alltaf athygli þegar gagnrýnendur fella sína dóma um þá. Eitt þekktasta fagritið um jeppa, 4X4 Magazine, tilkynnti sigurvegarann í flokki fjórhjóladrifinna jeppa í árlegri  úttekt sinni. Niðurstaða dómnefndar var sú að SsangYong Rexton hlaut hæstu einkunn, bæði sem besti jeppinn og bestu kaupin og þar með titilinn „Best 4X4 of the year“.  

Í tilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila SsangYong á Íslandi, kemur fram að ekkert hafi verið til sparað við hönnun nýs SsangYong Rexton og sá metnaður hafi skilað honum einum eftirsóttustu verðlaunum bílaiðnaðarins.  „Rexton er einn fárra jeppa í dag sem byggður er á grind, með læstum millikassa og lágu drifi“, segir Gestur Benediktsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna. „Við hlökkum til að sýna þennan magnaða Rexton, það er ljóst að ríkulegur staðalbúnaður, alhliða eiginleikar sem og verðið á Rexton eiga eftir að koma jeppaunnendum þægilega á óvart.“

SsangYong Rexton, 4X4 jeppi ársins, verður sýndur í hinum ýmsum útfærslum, ásamt búnaði frá Fjallakofanum, Veiðihorninu, Markinu, Stormi og Útilegumanninum. Sýningin stendur frá kl. 12:00 til 16:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Meiri sala Citroën en minni hjá Peugeot

Bílar

Nýr BMW 7 með risagrilli

Bílar

Frönsk yfirvöld vilja Ghosn frá Renault

Auglýsing

Nýjast

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Auglýsing