Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður flokksins, hyggst gefa kost á sér til forystu á framboðslista Viðreisnar fyrir næstu kosningar, nú í einhverju af þremur kjördæmunum á suðvesturhorninu.

Hann tilkynnti þetta í morgun í lokuðum umræðuhópi flokksmanna á Facebook.

„Viðreisn hefur verið meginverkefni mitt allt frá árinu 2014. Það hefur verið gæta mín að starfa þar með mörgu afbragðsfólki. Ég vil enn stuðla að því að málstaður Viðreisnar eflist og flokkurinn verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu,“ segir Benedikt meðal annars í tilkynningu sinni til flokksmanna.

Spurður um formannsframboð

Í tilkynningu sinni segist Benedikt hafa fengið fjölda símtala undanfarna daga með fyrirspurnum um hvort hann hyggist sækjast eftir formennsku eða varaformennsku í flokknum, en Benedikt var fyrsti formaður flokksins. Hann svarar spurningunni ekki beinlínis en segir þó að hann hyggist áfram gefa kost á sér í stjórn flokksins.

„Aftur á móti finnst mér rétt að segja frá því á þessum vettvangi, að ég sækist eftir því að skipa oddvitasæti á lista Viðreisnar á suðvesturhorninu í kosningunum á næsta ári. Ég hef sagt nokkrum frá áformum mínum, en þetta er ekki ný ákvörðun.

Benedikt leiddi lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í kosningum til Alþingis 2016. Í tilkynningunni segist hann hafa metið það svo þegar flokkurinn fór fram í fyrsta sinn, að mikilvægt væri að ná kjöri í landsbyggðarkjördæmum og þess vegna hafi bæði formaður og varaformaður farið fram á landsbyggðinni.

„Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt í tilkynningu sinni.

Hraktist af formannsstóli rétt fyrir kosningar

Viðreisn fór beint í ríkisstjórn eftir fyrstu kosningar sem flokkurinn tók þátt í árið 2016, en stjórnin lifði ekki nema í átta mánuði og féll eftir að ljóst varð að faðir forsætisráðherra, hafði veitt meðmæli með því að dæmdur kynferðisbrotamaður fengi uppreist æru. Mikil óánægja var í baklandi Bjartrar framtíðar, með hvernig stjórnin tókst á við málið og svo fór að flokkurinn bakkaði út úr samstarfinu.

Þorgerður Katrín tók við sem formaður Viðreisnar, á fundi flokksmanna, rúmum hálfum mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar.
Eyþór Árnason.

Mikil óánægja blossaði upp innan Viðreisnar með formann flokksins í aðdraganda síðustu alþingiskosninga og eftir að hann gerði lítið úr uppreist æru málinu í þættinum Víglínunni á Stöð 2, hálfum mánuði fyrir kosningar, sauð upp úr og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var orðin formaður flokksins tveimur dögum síðar.

Allir þingmenn flokksins á suðvesturhorninu

Fjórir þingmenn sitja á þingi fyrir viðreisn, allir í kjördæmum höfuðborgarsvæðisins. Þorgerður Katrín og Jón Steindór Valdimarsson eru þingmenn Suðvesturkjördæmis, Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður fyrir Reykjavík suður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrir Reykjavík norður hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt í tilkynningu sinni.

Þriðja landsþing Viðreisnar verður haldið í Silfurbergi í Hörpu 25. september næstkomandi. Á fundinum fer fram bæði kjör til formanns og varaformanns auk kjörs meðstjórnenda í stjórn viðreisnar.

Ekki hafa komið fram mótframboð gegn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni viðreisnar en varaformaður flokksins, Þorsteinn Víglundsson, lét af þingmennsku í vetur til að taka við stjórn BM Vallár. Daði Már Kristó­fers­son, frá­far­andi for­seti Fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands og pró­fess­or í hag­fræði, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í embætti vara­for­manns á landsþinginu.