Fyrrum páfinn Bene­dikt XVI brást ekki við sem skyldi í fjórum málum þar sem börn voru mis­notuð innan kaþólsku kirkjunnar þegar hann var erki­biskup í Munchen.

Þetta kemur fram í nýrri rann­sókn þýskrar lög­fræði­stofu á kyn­ferðis­legri mis­notkun gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar í Þýska­landi.

Bene­dikt páfi, sem gekk þá undir nafninu Josef Ratzin­ger, gegndi starfi erki­biskups í Munchen á árunum 1977 til 1982 og hefur hann neitað á­sökununum.

Gögn sem stuðst var við í rann­sókninni benda hins vegar til þess hann hafi verið við­staddur fund um brot kirkjunnar manna og hafi ekki beitt sér í málunum þrátt fyrir að prestarnir sem um ræðir hafi haldið á­fram að vinna í kirkju­starfi.

„Tvö af þessum málum varða mis­notkun sem framin var í valda­tíð hans og var sam­þykkt af ríkinu. Í báðum málunum héldu ger­endurnir á­fram að starfa við sál­gæslu,“ sagði lög­maðurinn Martin Pusch er hann kynnti niður­stöður rann­sóknarinnar.

Vatíkanið með­vitað um á­sakanirnar

Bene­dikt sagði af sér sem páfi árið 2013 vegna þreytu í starfi og varð þar með fyrsti páfinn í meira en 600 ár til að hætta í em­bætti. Síðan þá hefur hann að mestu lifað ró­legu lífi í Vatíkaninu en hann er 94 ára gamall.

Fyrrum páfinn er sagður hafa unnið með rann­sóknar­teyminu og svarað spurningum þeirra ítar­lega en hann neitaði þó að hafa haft nokkurra vit­neskju um mis­notkunina og að hafa sýnt að­gerða­leysi í málunum.

Í yfir­lýsingu frá Vatíkaninu kemur fram að það muni skoða á­sakanirnar sem koma fram í skýrslunni strax og hún verður gerð opin­ber.

„Er við marg­í­trekum skömmina og eftir­sjána vegna mis­notkunar presta á ó­lög­ráða ein­stak­lingum þá lætur páfa­dómur í ljós stuðning sinn til allra fórnar­lamba og stað­festir veg­ferð sína til að vernda ó­lög­ráða ein­stak­linga og á­byrgist örugg rými fyrir þau,“ segir í yfir­lýsingu Vatíkansins.

Eldri rann­sókn á kyn­ferðis­legri mis­notkun í Þýska­landi leiddi í ljós að rúm­lega 3600 manns sem höfðu verið mis­notuð af kirkjunnar mönnum á árunum 1946 til 2014. Mörg fórnar­lambanna voru á barns­aldri og höfðu starfað sem altaris­drengir.

Nýja rann­sóknin tók sér­stak­lega til Munchen og Freising og hefur hún leitt í ljós minnst 497 fórnar­lömb mis­notkunar á árunum 1945 til 2019.