Maður á sextugsaldri var dæmdur í sex ára fangelsi í gær fyrir kynferðisbrot gegn fimm ólögráða stúlkum á viðkvæmum aldri.

Í Héraðsdómi Reykjaness var maðurinn, sem er fjölskyldufaðir, sakfelldur fyrir þrjár nauðganir og mörg önnur kynferðisbrot gegn stúlkunum en ákæruliðir eru alls sautján talsins.

Maðurinn komst í kynni við stúlkurnar í gegnum samskiptamiðillinn Snapchat, þar sem hann bað um og sendi kynferðisleg myndskeið. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í nóvember í fyrra.

Fram kemur í dóminum að lögregla fékk heimild fyrir því að beita tálbeituaðgerð. Hún fólst í því að taka yfir síma einnar stúlkunnar og halda uppi samskiptum við manninn í gegnum Snapchat.

Þá voru fartölvur, farsímar, harðir diskar og fleiri raftæki gerð upptæk á heimili mannsins eftir húsleit.

Í tveimur farsímum mannsins fannst talsvert af nektarmyndum og öðrum klámfengnu efni, sem maðurinn fékk sent og-eða sendi í gegnum Snapchat-forritið.

Nánar á frettabladid.is