Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á áttunda tímanum í gærkvöld um líkamsárás í Kópavogi þar sem talið er að hafa verið beitt kylfum og hníf.

Fórnarlambið leitaði á slysadeild eftir árásina og er málið í rannsókn.

Um tvö leitið í nótt barst lögreglu tilkynning um mann sem var að áreita fólk í verslun í Kópavogi.

Þegar lögreglan kom á vettvang ók maðurinn á brott og neitaði að stöðva bifreiðina.

Honum var veitt eftirför um Kópavog og Hafnarfjörð og þurfti lögregla að notast við naglamottu til að stöðva för hans.