Skömmu fyrir miðnætti í gær var tilkynnt um líkamsárás við veitingastað við Lækjargötu. Var einn fluttur á bráðadeild Landspítalans með áverka á höfði, en árásarmaðurinn var handtekinn.

Þá barst lögreglu tilkynningu um að kona hafði sparkað í andlitið á manni á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Sagði konan að maðurinn hafði bitið sig í andlitið og var hún með mikla áverka í andliti. 

Tvær aðrar líkamsárásir voru tilkynntar í nótt. Átta voru handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Tveir ofurölvi menn voru handteknir og hafði annar þeirra ógnað fólki með hníf. Loks voru höfð afskipti af manni í Hátúni vegna vörslu fíkniefna, og var það mál afgreitt með vettvangsformi.