Lögreglumál

Beit konu í andlitið

Erilsöm nótt að baki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan sat ekki auðum höndum í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Skömmu fyrir miðnætti í gær var tilkynnt um líkamsárás við veitingastað við Lækjargötu. Var einn fluttur á bráðadeild Landspítalans með áverka á höfði, en árásarmaðurinn var handtekinn.

Þá barst lögreglu tilkynningu um að kona hafði sparkað í andlitið á manni á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Sagði konan að maðurinn hafði bitið sig í andlitið og var hún með mikla áverka í andliti. 

Tvær aðrar líkamsárásir voru tilkynntar í nótt. Átta voru handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Tveir ofurölvi menn voru handteknir og hafði annar þeirra ógnað fólki með hníf. Loks voru höfð afskipti af manni í Hátúni vegna vörslu fíkniefna, og var það mál afgreitt með vettvangsformi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Tveir úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald eftir rán

Lögreglumál

Akstur undir á­hrifum fíkni­efna stór­eykst

Lögreglumál

Birna og #metoo í ársskýrslunni

Auglýsing

Nýjast

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Til­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Ástarsamband Berta og Árna vekur deilur

Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt

Auglýsing