Tals­vert var um ýmis konar um­­­ferðar­brot og -ó­­höpp á vakt lög­­reglunnar á höfuð­­borgar­­svæðinu í gær­­kvöld. Í dag­­bók lög­­reglu er sagt frá um­­­ferðar­ó­happi á Sel­tjarnar­nesi en þar var bif­­reið ekið á ljósa­­staur. Öku­­maðurinn ók af vett­vangi að sögn vitna. Lög­reglan hafði þó af­­skipti af öku­manninum stuttu síðar og var hún hand­­tekinn grunuð um ölvunar­akstur. Öku­­maðurinn reyndist vera kona á sjö­tugs­aldri sem var vistuð í fanga­­geymslu.

Þá var karl­­maður hand­­tekinn í hverfi 105 grunaður um þjófnað úr nokkrum verslunum. Maðurinn var vistaður fyrir rann­­sókn máls í fanga­­geymslu lög­­reglu.

Í Hafnar­­firði stöðvaði lög­regla öku­mann bif­­reiðar á Reykja­nes­braut sem var grunaður um í­trekaðan akstur án réttinda. Þrír far­þegar voru í bif­­reiðinni og þar á meðal þriggja ára barn öku­­mannsins. Lög­regla sendi því til­­­kynningu til barna­verndar um málið.

Slösuð í strætóskýli

Um klukkan átta var til­­kynnt um konu liggjandi í strætó­­skýli. Talið var að hún hafi dottið á and­litið. Í dag­­bók lög­­reglunnar kemur fram að hún hafi verið illa áttuð og sagðist ný­­lega hafa notað alls­kyns lyf. Hún er grunuð um vörslu vímu­efna en var flutt á bráða­­deild til að­hlynningar.Þá voru höfð af­­skipti af fleiri öku­­mönnum sem ekki voru með réttindi.

Í hverfi 116 var til­­kynnt um um­­­ferðar­ó­happ um 22 í gær­­kvöldi en tjón­valdur ók af vett­vangi. Hann var stöðvaður stuttu síðar á Þing­valla­vegi. Bæði hann og far­þegi bílsins voru hand­­tekin og grunuð um brot á skyldum veg­far­enda við um­­­ferðar­ó­happ, akstur bif­­reiðar undir á­hrifum á­­fengis og vímu­efna og akstur án réttinda. Þau voru bæði vistuð í fanga­­geymslu og þegar átti að taka sýni úr manninum þá beit hann fingur lög­­reglu­­mannsins.