Innlent

Beiskur stuðningur við flugskeytin

Kinan Kadoni kemur frá Idlib-héraði í Sýrlandi og er búsettur hér á landi. Hann segist styðja árásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á herstöðvar sýrlenska stjórnarhersins, einfandlega því það þurfi að stöðva Bashar al-Assad og glæpi hans gegn Sýrlendingum. Hann segir stuðninginn þó vera beiskan og árásirnar komi seint.

Kinan Kadoni er búsettur hér á landi. Hann flúði Sýrland fyrir sjö árum, en á enn einn bróður í Sýrlandi.

Hart hefur verið deilt í alþjóðasamfélaginu vegna árása Bandaríkjanna, Breta og Frakka á herstöðvar sýrlenska stjórnarhersins. Ráðamenn um heim allan hafa keppst við að fordæma árásirnar eða styðja við þær.

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vilja meina að um „fullkomna árás“ hafi verið að ræða, á meðan sýrlensk og rússnesk yfirvöld vilja meina að 71 af 103 flugskeytum hafi verið skotin niður. Þá hefur Ísland samþykkt stuðningsyfirlýsingu NATÓ við loftárásirnar, en þingflokkur Pírata hefur hins vegar fordæmt þær.

Styður almennt ekki loftárásir

Kinan Kadoni kemur frá  Idlib-héraði í norvestur Sýrlandi, sem er höfuðborg samnefnds héraðs. Hann á bróður sem er enn í Sýrlandi með fjölskyldu sinni, en Kinan flúði Sýrland sjálfur fyrir rúmum sjö árum. 

Hann er nú búsettur hér á landi með unnustu sinni, Þórunni. Aðspurður um árásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á sýrlenskar herstöðvar kveðst Kinan styðja þetta framtak Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en það sé þó beisk ánægja því hann styðji almennt séð ekki við árásir Bandaríkjanna, eða annarra á Sýrland. 

Stríðið í Sýrlandi hefur staðið í rúm 7 ár. Nordicphotos/AFP

Löngu kominn tími til að stöðva Assad

„Ég er því miður ánægður með þetta. Ég er auðvitað ekki hrifinn af neinum bandarískjum árásum og þessar árásir verða ekki ókeypis,“ tjáir hann blaðamanni. Þá eru það almennir borgarar í Sýrlandi sem munu greiða gjaldið af árásinni. 

Kinan segir aðra Sýrlendinga í kringum hann finna fyrir þessum sömu blendnu tilfinningum, því það sé löngu kominn tími til þess að stöðva Bashar al-Assad og sýrlenska stjórnarherinn. 

Tapað svo miklu í stríðinu

„Við höfum tapað svo miklu í stríðinu og ég mun styðja allar aðgerðir gegn sýrlenska stjórnarhernum. Í raun myndi ég styðja allar aðgerðir sem fá Assad til þess að tapa nokkrum hlut, jafnvel einni herþotu.“ 

Kinan minnir þó á að árásirnar komi seint og Vesturlönd hafi haft sjö ár til þess að bregðast við hörmungunum og mannfalli í Sýrlandi. 

Hann er líka hissa á þeim viðbrögðum sem árásirnar hafa fengið í alþjóðasamfélaginu þar sem þetta eru ekki fyrstu flugskeyti Bandaríkjamanna sem send eru til Sýrlands. 

Ekki myrða með efnavopnum, en getur drepið með öðrum vopnum

Aðspurður hvaða áhrif hann heldur að þessar árásirmuni hafa segir hann möguleika á því að Assad hugsi sig tvisvar um áður en hann notar efnavopn næst á eigin borgara. „Sýrlenski stjórnarherinn getur enn gert mikið, hann hefur stuðning Írana og Rússa. Núna halda þau bara áfram að nota venjuleg vopn á óbreytta borgara.“ 

Kinan bendir einnig á það að óbreyttum borgurum hafi verið slátrað í sjö ár í Sýrlandi, án þess að Vesturveldin skipti sér sérstaklega af því.

„Skilaboðin eru í rauninni, ekki myrða þau með efnavopnum en þú getur drepið þau með öðrum vopnum. Við verðum að finna út hvernig við getum stoppað þetta ofbeldi,“ segir hann að lokum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Innlent

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Innlent

Vara við hríð og slæmri færð

Auglýsing

Nýjast

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Heimsbyggðin syrgir hundinn Boo

Upp­­lifði nám­­skeið Öldu Karenar sem trúar­­sam­komu

Vetrarfærð í öllum landshlutum

Auglýsing