Í dag fer fram friðarráðstefna Höfða friðarseturs í samstarfi við jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna, frumkvöðla og aðgerðarsinna í að stuðla að jákvæðum breytingum.

„Til þess að koma á varanlegum frið á átakasvæðum er mikilvægt að raddir kvenna fái að heyrast og að þær taki virkan þátt í friðarumleitunum. Til þess að stuðla að sjálfbærum friði er nauðsynlegt að tryggja öryggi og réttindi kvenna, bæði í stríðsátökum en ekki síður á friðartímum,“ segir í viðburði á Facebook.

Hægt er að horfa á beint streymi af ráðstefnunni hér að neðan. Hún hófst í morgun og stendur til klukkan 18 í dag.

Dagskrá má sjá hér að neðan.