Matvælaþing 2022 er haldið í Hörpu kl. 09:15 í dag. Á þinginu mun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra kynna drög að nýrri matvælastefnu ráðuneytisins og er þinginu ætlað að vera vettvangur samræðu og rýni hagaðila um stefnuna.

Markmið matvælaþings er sameina undir einu þaki þær fjölmörgu og ólíku starfsgreinar sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi.

Auk erindis matvælaráðherra munu þau Olga Trofimtseva fyrrum landbúnaðaráðherra Úkraínu og Pete Ritchie framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland flytja erindi.

Á þinginu verða fjölbreyttar pallborðsumræður þar sem m.a. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Halla Logadóttir orkumálastjóri og Þórólfur Guðnason fyrrum sóttvarnalæknir munu taka þátt. Stjórnandi ráðstefnunnar er Brynja Þorgeirsdóttir.

Að matvælaþingi loknu mun ráðuneytið vinna úr þeirri umræðu sem á sér stað á þinginu áður en matvælastefnan verður sett í samráðsgátt stjórnvalda. Í kjölfarið verður unnin þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi.

Hér má fylgjast með beinu streymi af þinginu: