Íslensk erfðagreining efnir til fræðslufundar um COVID-19. Farið verður yfir stöðu faraldursins, framgang hans hér á landi og fjallað um reynslu heilbrigðiskerfisins.
Fundurinn hefst klukkan 17 í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og verður sendur út í beinni útsendingu.
Meðal þeirra sem fram koma á fundinum verða Alma D. Möller landlæknir, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér fyrir neðan.
Dagskrá
Alma D. Möller landlæknir - Hin mörgu andlit COVID-19
Agnar Helgason mannerfðafræðingur - Ættartré og ferðasaga sjúkdómsíns
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar - Hversu víða fór veiran?
Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á LSH - Meðferð COVID sjúkdóms á Landspítala
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir - Leiðir út úr COVID
Eftir erindin verður gestum gefinn kostur á að spyrja fyrirlesarana.