Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 16:30 í dag. Það gerist með setningarræðu formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar.
Bjarni sækist eftir að halda formannssætinu, en hann er með mótframboð frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Þar af leiðandi er mikil spenna fyrir fundinum. Kosið verður um formannsstólinn um hádegisleytið á sunnudag.
Líkt og áður segir hefst ræða Bjarna klukkan 16:30 í kjölfarið mun kosning í stjórnir málefnanefnda hefjast, en hún stendur til klukkan ellefu á sunnudaginn.