Mál­þing­ið Klaust­ur­gat­e – ári síð­ar hófst klukk­an 16 og stendur til klukk­an 18 í dag.

Hægt er að fylgj­ast með beinn­i út­send­ing­u af mál­þing­in­u hér.

Bára Hall­dórs­dótt­ir, upp­ljóstr­ar­i og list­a­kon­a, skip­u­lagð­i mál­þing­ið en í ár er ná­kvæm­leg­a ár síð­an hún sett­ist nið­ur á Klaust­ur bar til að slak­a á og heyrð­i þá sex þing­menn tala niðr­and­i um sam­starfs­kon­ur sín­ar, ein­staka per­són­ur í sam­fé­lag­in­u og þjóð­fé­lags­hóp­a. Með mál­þing­in­u vill Bára gefa þess­u fólk­i, sem tal­að var um í Klaust­urs­upp­tök­un­um, tæk­i­fær­i á að tjá sig.

Klausturþingmennirnir sex: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson.

Dag­skrá mál­þings­ins:

Fund­ar­stjór­i: Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir fyrr­ver­and­i al­þing­is­mað­ur og ráð­herr­a

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir Heil­brigð­is­ráð­herr­a opn­ar mál­þing­ið

-Inn­legg frá ein­stak­ling­un­um sem tal­að var um

-Sam­tök

ÖBÍ - Þur­íð­ur Harp­a Sig­urð­ar­dótt­ir
Sam­tök­in 78
UN Wo­men - Stell­a Sam­ú­els­dótt­ir

-Önnur Inn­legg

Aðal­björg Stef­an­í­a Helg­a­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur
Car­ol­in­e Hunt-Matt­hes Intern­at­i­on­al Hum­an Rig­hts Invest­ig­at­or and Uni­vers­it­y Pro­fess­or
Þór­hild­ur Sunn­a Ævars­dótt­ir Þing­kon­a
Haf­dís Erla Haf­steins­dótt­ir Sagn­fræð­ing­ur
Sann­a Magd­a­len­a Mört­u­dótt­ir Borg­ar­full­trú­i
Auð­ur Tinn­a Aðal­bjarn­ar­dótt­ir, Lög­mað­ur

-Sam­tal al­mennr­a borg­ar­a

Þeir sem ekki komast á málþingið geta hvatt til umræðu um málið á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #mið­flokks­mál­ið, #klaust­ur­ga­ter­ev­is­it­ed #not­in­myp­ar­li­a­ment.

Málþingið stendur til klukkan 18 í dag.
Fréttablaðið/Ernir