Fyrsta ferð Artemis-áætlunarinnar, Artemis I, mun fara af stað í dag í átt að tunglinu. Um er að ræða ómannað geimfar en með þessu hefst nýtt tímabil í tunglferðum NASA.

Stefnt er að því senda mannað geimfar aftur til tunglsins árið 2024 og mun það kallast Artemis II.

Artemis áætlunin mun stuðla að auknum umsvifum Bandaríkjamanna á tunglinu en 50 ár eru síðan síðasta mannaða ferð NASA var farin árið 1972.

Enn stefnt á skot í dag þrátt fyrir tafir

UPPFÆRT 12:12 Enn hefur ekki tekist að laga þá bilun sem olli því að skotinu hefur verið frestað. Áfram er þó stefnt á að nýta daginn í dag.

Er talið að leki í eldsneytislínu sé orsökin fyrir töfinni en niðurtalning í skotið hefur verið stöðvuð á meðan viðgerðir standa yfir.

Skotglugginn í dag hófst á hádegi og mun hann haldast opinn næstu tvo tíma. Verði eldflauginni ekki skotið í dag verður líklegast reynt aftur á föstudaginn.

Öflugasta eldflaug jarðarinnar

Orion-eldflaugin sem notuð verður í skotinu í dag er öflugasta eldflaug sem send hefur verið frá jörðinni á vegum NASA.

Þess fyrsta ferð í áætluninni mun kanna getu Orion sem mun fljúga í átt að tunglinu og í kringum það áður en hún snýr aftur til jarðarinnar.

Gert er ráð fyrir að verkefnið muni taka 42 daga og mun eldflaugin ferðast 1,3 milljón kílómetra á ferð sinni í kringum tunglið

Stefnt er á að flauginni verði skotið af stað 12:33 (GMT) að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með skotinu hér fyrir neðan.