Fundur í undir­búnings­nefnd fyrir rann­sókn kjör­bréfa verður haldinn í dag og hefst hann klukkan 10:45. Sýnt verður beint frá fundinum á vef Al­þingis en hægt verður að fylgjast með fundinum neðar í fréttinni.

Nefndinni er ætlað að fjalla um þær kærur sem hafa borist vegna fram­kvæmdar ný­af­staðinna þing­kosninga í Norð­vestur­kjör­dæmi.

Nefndin kom saman 9:30 í morgun til að hefja undirbúning fyrir rannsókn kjörbréfa, verkefni nefndarinnar og málsmeðferð. Sem fyrr segir verður opnað fyrir fundinn korter í ellefu.

Þing­menn sem sæti eiga í nefndinni eru:

Birgir Ár­manns­son, Vil­hjálmur Árna­son og Diljá Mist Einars­dóttir – fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn.
Líneik Anna Sæ­vars­dóttir og Jóhann Frið­rik Frið­riks­son – fyrir Fram­sókn.
Svan­dís Svavars­dóttir – fyrir Vinstri græna.
Inga Sæ­land – fyrir Flokk fólksins.
Þórunn Svein­bjarnar­dóttir – fyrir Sam­fylkinguna.
Björn Leví Gunnars­son- fyrir Pírata.
Við­reisn og Mið­flokkur fengu ekki sæti í nefndinni heldur að­eins á­heyrnar­full­trúa en kjör­bréfa­nefndin er skipuð út frá þing­styrk flokkanna.