Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, mættu ekki á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um svokallaðan sendiherrakapal, sem hófst klukkan 10.30 í morgun. Þess í stað sendu þeir hvora sína yfirlýsinguna, sem Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, las upp við upphaf fundarins. Báðir sögðu þeir að Klaustursupptökurnar séu ólögmætar og að þeir muni ekki mæta á fund sem boðaður sé í „annarlegum tilgangi.

Fundurinn hófst á yfirlýsingu Gunnars Braga, sem sagðist engu hafa við það að bæta sem hann hafi áður sagt um Klaustursupptökurnar. Tilefni fundarins sé „ólögmæt hljóðritun“ af umræðum sem hann hafi látið falla í trúnaðarspjalli á opinberum vetvangi. Hann hafi viðurkennt að hann hafi ekki sagt rétt frá á Klaustri og hafi ekkert við það að bæta. Þá sagði hann í lokin í yfirlýsingu sinni að alþingismenn beri enga skyldu til að mæta á fundi af þessum tagi „allra síst þegar til þeirra er boðið til að koma höggi á pólitíska andstæðinga“. Hann sagðist bera virðingu fyrir bæði formanni nefndarinnar og nefndinni sjálfri - en ætli ekki að taka þátt í fundinum. 

Sigmundur Davíð fjallaði einnig í yfirlýsingu sinni um að tilefni fundarins væri að ræða ályktanir sem formaður nefndarinnar, Helga Vala, vill draga „af sundurklipptum hljóðupptökunum“ sem aflað var með ólögmætum hætti.

Hann sagði að engin viðhlítandi eða formleg rannsókn hafi farið fram og það sé „ógjörningur að segja til um hvað hafi verið klippt úr og hvað hafi verið soðið saman“ í þeim klippum sem birtar hafa verið úr Klaustursupptökunum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa staðfest komu sína á fundinn.

Bein útsending er frá fundinum sem má horfa á hér að neðan.

Yfirlýsingarnar í heild

Gunnar Bragi Sveinsson: 

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur óskað eftir því að ég mæti á opinn fund nefndarinnar og ræði það sem í erindinu er kallað skipan sendiherra. Tilefnið er ólögmæt hljóðritun af ummælum sem ég lét falla í trúnaðarspjalli á veitingastað í borginni. Ég hef á opinberum vettvangi viðurkennt að með þeim hafi ég farið með rangt mál sem við engin rök eigi að styðjast. Við það hef ég engu að bæta. Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þótt ég telji hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mikilvægt og beri virðingu fyrir mörgum nefndarmanna þá mun ég ekki taka þátt í þessari sýningu enda ljóst að markmiðið er ekki að fjalla um dagskrármálið á hlutlægan hátt. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:

Ég tel óforsvaranlegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætli að halda fund til að ræða ályktanir sem hún vill sýnilega draga af illa sundurklipptum hljóðupptökum af veitingastofuspjalli sem aflað var með refsiverðum aðferðum. Með því gefur formaðurinn upp boltann fyrir óprúttna aðila að gerast enn aðgangsharðari í ólöglegum og siðferðislega ámælisverðum aðgerðum gegn þingmönnum og öðrum sem gefa sig að vinnu fyrir almenning.

Engin viðhlítandi og formleg rannsókn hefur farið fram á tildrögum þess að ráðist var í umræddar hljóðupptökur. Enginn veit hver tiglangurinn var í raun og sann. Ógjörningur er að segja til um hvað var klippt úr, hvað hefur verið soðið saman og hvernig að brotinu var staðið að öðru leyti. Það er því enginn siðferðislegur grundvöllur fyrir þeirri umræðu sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar boðar til. Af þessum ástæðum ætla ég að vera fjarstaddur þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar setur fund með upptökurnar einar og órannsakaðar í farteskinu.

Í ljósi þess að fundarboð nefndarformannsins hefur þegar verið gert opinbert tel ég við hæfi að formaðurinn lesi þetta svar fyrir nefndarmenn á áformuðum opnum fundi nefndarinnar. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður flokksins eru ekki á fundinum en óskuðu þess að Helga Vala læsi

hafa ekki staðfest komu sína, en þeir voru líka boðaðir. Það staðfesti Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, við Fréttablaðið í gær.

Fundurinn er haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.