Fimm­tán beiðnir um leit að börnum og ung­mennum bárust lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í júlí. Þetta er aukning frá síðasta mánuði, en þá bárust lög­reglu alls 12 beiðnir. Þó hafa borist um 34 prósent færri beiðnir það sem af er ári. Þetta kemur fram í mánaðar­skýrslu lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu.

Alls 765 hegningar­laga­brot voru skráð á höfuð­borgar­svæðinu í síðasta mánuð, sem eru nokkuð færri en í júní.

Til­kynningum um þjófnað fækkaði lítil­lega milli mánaða, en heilt yfir bárust þó á­líka margar til­kynningar og borist hafa að meðal­tali síðast­liðna 12 mánuði. Inn­brotum fækkaði hlut­falls­lega mest milli mánaða, en alls bárust lög­reglu 82 til­kynningar um inn­brot í síðasta mánuði, saman­borið við 105 í júní.

Þá fækkaði til­kynningum um of­beldis­brot milli mánaða, en alls bárust 121 til­kynning í júlí­mánuði. Til­kynningum um heimilis­of­beldi fækkaði einnig milli mánaða, sem og til­kynningum um kyn­ferðis­brot, en alls ní­tján til­kynningar um kyn­ferðis­brot bárust lög­reglu í síðasta mánuði. Þetta er þrettán prósent fækkun á tilkynningum um slík brot það sem af er ári, saman­borið við meðal­tal á sama tíma­bili síðast­liðin þrjú ár.

Þá var aukning í til­kynningum um nytja­stuld öku­tækja í júlí, en lög­reglu bárust alls 32 til­kynningar. Þetta eru tæplega 44 prósent fleiri til­kynningar en að meðal­tali síðast­liðna sex mánuði.

Skráðum fíkni­efna­brotum fækkaði milli mánaða og var eitt stór­fellt fíkni­efna­brot skráð í síðasta mánuði. Þá fækkaði til­kynningum milli mánaða um öku­mann grunaðan um akstur undir á­hrifum á­vana- og fíkni­efna, en til­kynningum um öku­mann grunaðan um ölvun við akstur fjölgaði.