Lög­reglu­yfir­völd á Suður­nesjum höfnuðu beiðni for­svars­manna tyrk­neska lands­liðsins sem óskuðu eftir því á fimmtu­daginn í síðustu viku að vega­bréfa­af­greiðsla liðsins yrði gert eftir lista, að því er fram kemur á vef RÚV.Hins­vegar var beiðni vegna sendi­nefndar liðsins sam­þykkt.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa Tyrkir lýst yfir ó­á­nægju sinni með mót­tökur tyrk­neska lands­liðsins á Kefla­víkur­flug­velli. Utan­ríkis­ráð­herra Tyrk­lands ræddi meðal annars sím­leiðis við Guð­laug Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra Ís­lands og lýsti yfir ó­á­nægju með málið.

Í frétt RÚV er haft eftir Ólafi Helga Kjartans­syni, lög­reglu­stjóra, að beiðninni hafi verið hafnað þar sem að slíkt hefði verið brot á lögum. Bætir hann við að vega­bréfa­eftir­litið hafi gengið vel fyrir sig en 305 voru um borð í vél liðsins og fengu allir far­þegar sömu með­ferð.

Þá hafa borist af því fréttir að í­þrótta­mála­ráð­herra Tyrk­lands sé staddur hér­lendis í því skyni að stappa stáli í sína menn og færa þeim heilla­óskir frá Erdogan, Tyrk­lands­for­seta. Tyrk­neska stjórnar­and­staðan hefur einnig lýst yfir ó­á­nægju með með­ferð landliðsins.